Procura

Um Procura

Procura er fasteigna- og fjártæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í einstaklingsbundinni söluþjónustu, sjálfvirkni í rafrænum söluferlum og tölfræðilegu mati á verðmæti íbúðafasteigna.
Procura byrjaði sem hugmynd að verkfæri til að reikna og meta söluverð fasteigna, en er í dag stærsti gjaldfrjálsi fasteignamatsvefur landsins. Hátt í tvö hundruð þúsund mánaðarleg verðmöt, tugþúsundir gesta og þúsundir skráðra notenda sýnir að Procura er eftirsóttur og nauðsynlegur þáttur í fasteignaviðskiptum Íslendinga.
Notendur Procura kunna að meta einfaldar en mikilvægar upplýsingar um fasteignir sem stendur til að kaupa eða selja. Allt hefur þetta lagt grunn að örum vexti Procura á fasteignasölumarkaði.
Markmið Procura er að bjóða upp á öruggara, hagkvæmara og ánægjulegra ferli við kaup og sölu fasteigna og leggja um leið áherslu á upplýsingamiðlun, þjónustu og fræðslu til notenda.
Procura - meira virði

Fólkið okkar

Heiðrekur Þór Guðmundsson

Löggiltur fasteignasali

Heiðrekur Þór er löggiltur fasteignasali og ábyrgðaraðili Procura fasteignasölu. Hann lauk að sjálfsögðu starfsnámi hjá Procura hvar hann sýndi framúrskarandi námshæfileika.
845 9000 [email protected] facebook.com/heiggi