Betri er einn fugl í hendi

en tveir í skógi
Við fundum 0 niðurstöður. Skoða niðurstöður
Leita að eign
við fundum 0 niðurstöður
Leitarniðurstöður þínar

 Við kunnum að meta þína eign

Nákvæmni í mælingum okkar er alltaf að aukast og gefa verðmiðar okkar undntekningalítið nánast sömu mynd og kemur fram í gerðum kaupsamningum. Þannig höfum við á okkar fyrsta starfsári haldið meðaltalsfráviki reiknaðra verðmiða, innan við 5% frá söluverði.

Útreikningar og meðaltöl segja auðvitað ekki allt, en samkvæmt þessum mælingum eru verðmiðar Procura býsna nálægt raunverðum enda nota bæði fasteignasalar og lánastofnanir verðmiða okkar í síauknu mæli þegar kemur að því að meta raunvirði fasteigna. Við segjum því stolt, að við kunnum að meta þína eign.

Auðvitað höfum við ekki skoðað allar íbúðir á höfuðborgarsvæðinu en við skoðum reglulega allar upplýsingar sem birtar eru opinberlega um hverja íbúð og notum þær til að reikna út áætlað sölu- og leiguverð.

Það verður að hafa í huga að margt hefur áhrif á raunverð, svo sem ástand húss og lóðar, íburður innréttinga og atriði sem sjást ekki nema við sjónskoðun fagaðila. Þess vegna eru verðmiðar Procura settir fram sem áætlað viðmiðunarverð fyrir eign á tilteknum stað í eðlilegu ástandi.

Fullkomin leit

Þú einfaldlega slærð inn götuheiti og eignirnar birtast um leið. Þú sérð verðmiðann á kortinu og getur þannig “skannað” heilu hverfin eða smellt á einstakar eignir til að skoða áætlað leiguverð og stærð.

Myndir og staðsetning

Google getur sagt okkur næstum hvað sem er og með því að tengja upplýsingar þá getum við staðsett hverja eign og sýnt mynd af þeim flestum og með einum smelli sérðu umhverfi eignarinnar með 360° götusýn Google.

Okkar tilgangur

Markmið Procura er að bæta upplýsingaflæði og auka öryggi allra í þeim mikilvægu viðskiptum sem fasteignasalar einir hafa lögvarin einkarétt til að hafa milligöngu um. Markmiðum þessum hyggst Procura ná með að auðvelda neytendum að bera saman reiknuð sölu- og leiguverð fasteigna.

Öll gögn sem Procura notar til útreiknings á áætluðu leigu- og söluverði eru úr opinberum gagnasöfnum. Sama á við um myndir af fasteignum og upplýsingar um staðföng. Í samræmi við ákvæði persónuverndarlaga er ekki mögulegt að tengja upplýsingar um fasteignir við eigendur þeirra eða aðrar upplýsingar sem varða einkahagsmuni einstaklinga.

Bera saman eignir