Föst sölulaun og allt innifalið
795.000 kr.
Selja
Það er einfalt. Fyrsta skrefið er að smella á hnappinn hér að neðan. Þar velur þú þína eign og pantar skoðun. Við höfum svo samband til að finna hentugan tíma, mætum svo og skoðum, gefum þér okkar mat á söluverði eignarinnar og kynnum þér söluferlið. Í framhaldinu tekur þú ákvörðun um hvort við séum rétta fasteignasalan fyrir þig og hvort/hvenær þú vilt setja eignina í formlegt söluferli hjá Procura.
Kaupa
Meta
Það er einfalt. Fyrsta skrefið er að smella á hnappinn hér að neðan. Þar velur þú þína eign og pantar skoðun. Við höfum svo samband til að finna hentugan tíma, mætum svo og skoðum, gefum þér okkar mat á söluverði eignarinnar og kynnum þér söluferlið. Í framhaldinu tekur þú ákvörðun um hvort við séum rétta fasteignasalan fyrir þig og hvort/hvenær þú vilt setja eignina í formlegt söluferli hjá Procura.
Procura fasteignasala
Okkar markmið er að gera fasteignasölu einfaldari og ódýrari en bjóða um leið framúrskarandi þjónustu! Höfum þetta einfalt. 795.000 kr. og allt innifalið.
Enn betri Procura!
Nýir eigendur hafa tekið við rekstri Procura fasteignasölu og við stefnum á að Procura verði áfram einn helsti drifkraftur breytinga í fasteignasölu á Íslandi.
Þess vegna höfum tekið í notkun nýtt og fullkomið sölukerfi þar sem allar fasteignir fá sérstaka sölusíðu sem inniheldur sölugögn eignarinnar. Þar geta áhugasamir kaupendur skráð sig inn með rafrænum skilríkjum og skoðað allar upplýsingar og skjöl eignarinnar.
Á sölusíðunni geta áhugasamir einnig gert tilboð í eignina og seljandi fær tilboðið strax sent til sín með rafrænum hætti. Þetta einfaldar ferlið og styrkir enn frekar okkar markið um að gera fasteignasölu einfaldari og ódýrari!
Af hverju Procura
Þegar þú selur þína eign hjá Procura er söluþóknun aðeins 795.000 kr. með öllu. Já og virðisaukaskattur er innifalinn því hjá Procura er einfaldlega allt innifalið.
Við erum að tala um að yfirleitt er meira innifalið hjá Procura en hjá almennum fasteignasölum sem rukka oft sérstaklega fyrir gagnaöflun, ljósmyndun, skráningu og auglýsingar á fasteignagáttum.
Gildi Procura
Við tökum óhrædd á móti nýjum áskorunum, stöndum við orð okkar og segjum og kynnum aðeins það sem er satt og rétt. Gildin okkar eru ekki upp á punt, þau eru áttavitinn okkar og yfirlýsing um fyrir hvað við stöndum.
Ábyrg
Við umgöngumst málefni viðskiptavina okkar af ábyrgð, virðingu og trúnaði. Við ábyrgjumst að við höfum réttindi til að sinna störfum sem okkur eru falin og að við búum ávallt yfir þekkingu til að sinna þeim störfum af fagmennsku.
Hugrökk
Breytingar eru forsenda framfara og staðnað ástand er áskorun. Við búum yfir hugrekki til að breyta og tökum fagnandi þeirri áskorun að gera fasteignaviðskipti betri, öruggari og ódýrari.
Hagsýn
Við skipuleggjum vinnu okkar þannig að sem minnstur kostnaður falli til og bjóðum betri þjónustu fyrir lægra verð. Við kappkostum að bæta ferla, stytta boðleiðir og efla upplýsingakerfi með hagsýni og bætta þjónustu að leiðarljósi.