Leita að eign
við fundum 0 niðurstöður
Leitarniðurstöður þínar

Verðskrá fasteignasala

Það starfa um 100 fasteignasölur á höfuðborgarsvæðinu sem allar bjóða mismunandi þjónustu og verð. Það sem hentar einum, hentar ekki endilega öðrum. Kannski vilt þú hafa allt innifalið og greiða hærri þóknun, eða sjá um allt ferlið sjálf/ur og fá svo aðstoð fasteignasala eða lögmanns við frágang skjala.

Útreikningur söluþóknunar

Verð og upplýsingar um þjónustu fasteignasala sem birtar eru hér á síðunni eru upplýsingar sem gefnar eru upp á vefsíðum viðkomandi fasteignasala. Tekið er lægsta uppgefna verð hverrar fasteignasölu sem í flestum tilvikum miðast við einkasölu.

Uppgefnar prósentur á vefsíðum fasteignasala eru umreiknaðar í krónutölu miðað við verð á meðaleign á höfuðborgarsvæðinu, sem er áætlað í dag kr. 45.000.000,-.

Auglýst verð hjá fasteignasala er 2,95% sem mætti skilja sem söluþóknun upp á kr. 1.327.500,-.   En ofan á það bætist eitt og annað. Fyrst 24% vsk og síðan kr. 48.980,- í gagnaöflunargjald, allt í allt, rúmlega 29% hækkun frá auglýstu verði.

Dæmi um útreikning á uppgefinni söluþóknun sem er algeng 1,9% + vsk í einkasölu.

(45.000.000 * 1,9% = 855.000) + vsk (855.000 * 24% = 205.200) = 1.060.200

Oftast bætist við sérstakt gagnaöflunargjald sem er algengt kr. 45.000 og verða þá heildarsölulaun uppgefin sem:

1.060.200 + 45.000 = 1.105.200,-

Bera saman eignir