Leitarniðurstöður þínar

Okkar þjónusta

Hvort sem þú ert að forvitnast um verð á húsi í næstu götu, í miðju söluferli eða að hugsa um að kaupa, þá getum við bent þér í rétta átt.

Þegar þú leitar tilboða í sölumeðferð þá lágmarkar þú áhættuna í viðskiptunum. Þú sérð heildarverðið sem fasteignasalinn innheimtir fyrir þjónustuna, hvað er innifalið og þú sérð metnaðinn sem viðkomandi fasteignasali leggur í tilboðið. Þannig getur þú metið vinnubrögðin, en þegar öllu er á botninn hvolft þá segja þau mest um gæðin.

Það starfa um 100 fasteignasölur á höfuðborgarsvæðinu sem allar bjóða mismunandi þjónustu og verð. Það sem hentar sumum, hentar ekkert endilega öðrum. Kannski vilt þú hafa allt innifalið og greiða hærri þóknun, eða sjá um allt ferlið sjálf/ur og fá síðan aðstoð fasteignasala eða lögmanns við frágang skjala.

Hvað sem þú velur, þá er mikilvægt að hafa í huga að fasteignaviðskipti snúast um meira en bara finna kaupanda og semja um verð. Og þó tveir fasteignasalar virðist við fyrstu sýn  bjóða sambærilega þjónustu gegn sama verði, þá gæti annar kostað þig aleiguna en hinn sparað þér bílverð.

Enginn kostnaður

Þú greiðir ekkert fyrir það að leita tilboða, en nýtur þess ríkulega að geta valið þjónustu og verð sem þér hentar. Það felst heldur engin skuldbinding í því að leita tilboða og þú getur valið hvaða tilboð sem er eða hafnað þeim öllum.

Hvað svo?

Eftir að við höfum fengið beiðni frá þér, setjum upp tilboðsgögn og sendum til þeirra fasteignasala sem sýnt hafa metnað og gæði til að standast faglegar kröfur okkar og þeir setja upp tilboð sem miðast við þínar kröfur.

Trúnaður

Procura gætir fyllsta trúnaðar við meðferð allra upplýsinga í tilboðsferlinu og aðstoðar þig í samskiptum við fasteignasala þar til samningur er kominn á milli þín og þess fasteignasala sem þú velur.

Ertu að selja?

Það er mikilvægt að vita hvað er innifalið í þjónustu fasteignasalans áður en þú tekur ákvörðun um sölu. Þú þarft að vita hvort fasteignasalinn hefur kynnt sér markaðsað fyrir þína eign, umhverfið, áætlaðan sölutíma og hvað þú færð í vasann að loknum viðskiptum.

Ertu að kaupa?

Á Íslandi er venja að einn fasteignasali sjái um að þjónusta bæði seljanda og kaupanda, en það er eins og margt annað, bara venja. Það gleymist líka oft, að kaupandi þarf yfirleitt að greiða þessum fasteignasala umtalsvert gjald við undirritun kaupsamnings.

Við vitum að þetta er klisja, en þegar þú er að kaupa fasteign, þá ertu líklega að ráðast í eina stærstu fjárfestingu lífsins. Þú ert að taka á þig verulegar skuldbindingar til framtíðar og þá er mikilvægt að hafa óháðan fasteignasala með þér í öllu ferlinu. Hann fer með þér yfir greiðslugetu, aðstoðar við greiðslumat og skoðar skilmála samninga áður en þeir eru undirritaðir.

Það er nauðsynlegt að hafa í huga að sem kaupanda ber þér engin skylda til að kaupa þjónustu af fasteignasala seljanda og þeim fasteignasala er óheimilt að skilyrða gerð kauptilboðs við greiðslu umsýslugjalds til sín. Þú getur því valið hvaða fasteignasala sem er til verksins og við mælum eindregið með að þú gerir það.

Okkar erindi

Verð og upplýsingar um þjónustu fasteignasala sem birtar eru hér á síðunni eru upplýsingar sem gefnar eru upp á vefsíðum viðkomandi fasteignasala.

Uppgefnar prósentur á vefsíðum fasteignasala eru umreiknaðar í krónutölu miðað við verð á meðaleign á höfuðborgarsvæðinu, sem er áætlað í dag kr. 45.000.000,-.

Allar tölur eru að meðtöldum vsk.

Dæmi um útreikning á uppgefinni söluþóknun sem er algeng 1,9% + vsk í einkasölu.

(45.000.000 * 1,9% = 855.000) + vsk (855.000 * 24% = 205.200) = 1.060.200

Oftast bætist við sérstakt gagnaöflunargjald sem er algengt kr. 45.000 og verða þá heildarsölulaun uppgefin sem:

1.060.200 + 45.000 = 1.105.200,-

Bera saman eignir