hugrekki, ábyrgð og hagsýni

gætu það verið þín gildi?
Við fundum 0 niðurstöður. Skoða niðurstöður
Leita að eign
við fundum 0 niðurstöður
Leitarniðurstöður þínar

Tækifæri

Ert þú sjálfstætt starfandi, löggiltur fasteignasali í leit að nýjum tækifærum og tryggari innkomu?

Ert þú óhrædd/ur við að takast á við ný verkefni, vera í fararbroddi sem afburða fasteignasali og taka þátt í að móta áhrifaríkari leiðir fyrir hagsmunaaðila á fasteignamarkaði?

Vilt þú skapa starfsumhverfi þar sem þú nýtur sjálfstæðis sem löggiltur fasteignasali og þar sem þú gengur að vísum gæðum í framsetningu og skilgreindum ferlum í samskiptum við viðskiptavini þína. Starfsumhverfi þar sem þú leggur áherslu á verkefni sem tengjast þínu fagi og getur treyst öðrum fagmönnum fyrir verkefnum sem falla utan fagsviðs og einkaréttar löggiltra fasteignasala.

Ef svo er, þá hlökkum við til að heyra frá þér í tölvupósti á procura@procura.is. Í framhaldinu getum við kynnt fyrir þér hvert við erum að fara og um leið athugað hvort við eigum samleið.

Að sjálfsögðu getur þú treyst á þagmælsku okkar og í samræmi við gildi okkar og siðareglur, heitum við öllum fyrirspyrjendum fullum trúnaði.

Af hverju erum við að leita til þín?

Sífellt fleiri fasteignaeigendur vilja komast í bein samskipti við fasteignasala sem bjóða fram vandaða og skilgreinda þjónstu gegn skilgreindu verði og við viljum koma til móts við óskir þeirra. Að sama skapi sjáum við aukinn áhuga fasteignasala á að nálgast þessa sömu fasteignaeigendur með markvissum og árangursríkum hætti.

Hvað er Procura?

Við erum leiðandi fyrirtæki í kerfisbundnu verðmati á fasteignum á höfuðborgarsvæðinu og eina fyrirtækið sem býður gjaldfrjálsan aðgang að verðmatsupplýsingum sínum.

Við erum óhrædd við að fullyrða að við erum á góðri leið með að verða síðan sem smellt er á þegar fasteignaeigendur skoða áætlað verðmat á fasteignum sínum, eða eignum sem þeir eru að gera tilboð í og kaupa. Sama á við um fasteignasala sem eru að taka eignir til sölumeðferðar og fjármálafyrirtæki sem vilja staðreyna verðmat sem liggur að baki útlánum, procura.is er viðmið sem fólk treystir og við erum rétt að byra.

Fyrir hvað stendur Procura?

Við höfum skilgreint þau gildi sem við stöndum fyrir, allt í þeim tilgangi að sinna betur þörfum viðskiptavina og byggja undir traust sem við höfum áunnið okkur. Þessi gildi eru hugrekki, ábyrgð og hagsýni

Við erum hugrökk. Breytingar eru forsenda framfara og staðnað ástand er áskorun. Við búum yfir hugrekki til að breyta og tökum fagnandi þeirri áskorun að gera fasteignaviðskipti betri, öruggari og ódýrari.

Við erum ábyrg. Við stöndum við orð okkar og segjum og kynnum aðeins það sem er satt og rétt. Við umgöngumst málefni viðskiptavina okkar af ábyrgð, virðingu og trúnaði. Við ábyrgjumst að höfum réttindi til að sinna störfum sem okkur eru falin og að við búum ávallt yfir þekkingu til að sinna þeim störfum af fagmennsku.

Við erum hagsýn. Við skipuleggjum vinnu okkar þannig að sem minnstur kostnaður falli til og bjóðum betri þjónustu fyrir lægra verð. Við kappkostum að  bæta ferla, stytta boðleiðir og efla upplýsingakerfi með hagsýni og bætta þjónustu að leiðarljósi.

Markvissar siðareglur.

Til að viðhalda gagnsæi, tryggja hlutleysi og hámarka öryggi, þá höfum við sett okkur skýrar og markvissar siðareglur sem þú getur kynnt þér hér.

Allt er þetta lítill, en mikilvægur hluti af því að vera hugrökk, ábyrg og hagsýn og allt er þetta gert til að marka leiðina að þeim gildum.

Bera saman eignir