Vandaðar ljósmyndir fyrir þínar eignir

Nú bjóðum við upp á gæða ljósmyndir, teikningar og myndskeið, fyrir allar eignir sem þú ert með í sölumeðferð.

Play Video

Fallegar ljósmyndir

Fátt er eins mikilvægt við framsetningu og kynningu eigna í sölumeðferð, en vandaðar ljósmyndir og skýr grunnteikning. Við sem skoðum eignir, kynnumst þeim fyrst á netinu. Myndir hafa því mikil áhrif á hvað okkur finnst um eignina.

Skýrar grunnteikningar

Skýr grunnteikning lýsir skipulagi betur en langur texti og skýrar grunnteikningar eru lýsandi fyrir fagleg vinnubrögð. Þær hafa því ekki bara áhrif á afstöðu fólks til fasteignarinnar, þær skapa traust til fasteignasalans.

Þrívíðar teikningar

Stundum krefjast aðstæður þess að við sýnum eign með þrívíðum teikningum með innréttingum og húsgögnum þar sem sýnt er hvernig innra skipulag á að líta út þegar eign er fullbyggð, eða getur litið út þegar búið er að gera eignina upp.

360° hringmyndir

Kannski vilt þú ganga um eignina í sýndarveruleika og fá þannig betri tilfinningu fyrir rýminu. Við bjóðum upp á tvær mismunandi útgáfur af 360° myndum, 360°DSLR myndataka í hæstu upplausn og 360°OneShot myndataka í lægri upplausn.

Verð fyrir íbúðir í fjölbýli

Procura photo

kr. 12.500

3 útimyndir

16 innimyndir

---​

---

---

---

Procura plan

kr. 19.500

3 útimyndir

16 innimyndir

2 umhverfismyndir

1 tvívíð grunnteikning

Kynningarmyndskeið

---

Procura premium

kr. 29.500

3 útimyndir

16 innimyndir

2 umhverfismyndir

1 tvívíð grunnteikning

Kynningarmyndskeið

360°OneShot Hringmyndir

Áður en ljósmyndarinn mætir...

Yfirfara umhverfi hússins

Raða garðhúsgögnum og leikföngum. Fjarlægja smáhluti og dót.

Herbergi

Búa um rúm og fjarlægja dót af gólfum.

Eldhús og bað

Fjarlægja smáhluti og taka niður handklæði og þvottastykki

Forstofa og inngangur

Setja yfirhafnir og skótau í skáp eða færðu til meðan mynd er tekin.

Gler og speglar

Pússa vel yfir alla glansandi fleti og þurrka af láréttum flötum

Stofa og alrými

Draga frá gluggatjöld. Fjarlægja fjarstýringar og aðra smáhluti.

Verð fyrir eignir í sérbýli*

Procura photo

kr. 14.500

6 útimyndir

24 innimyndir

---​

---

---

---

Procura plan

kr. 24.500

6 útimyndir

24 innimyndir

4 umhverfismyndir

1 tvívíð grunnteikning

Kynningarmyndskeið**

---

Procura premium

kr. 39.500

6 útimyndir

24 innimyndir

4 umhverfismyndir

1 tvívíð grunnteikning

Kynningarmyndskeið**

360°OneShot Hringmyndir

Önnur þjónusta

Kynningarmyndskeið
fyrir íbúð í fjölbýli**

kr. 12.500

Kynningarmyndskeið
fyrir eign í sérbýli**

kr. 19.500

Kynningarmyndskeið
fyrir fasteignasölu***

kr. 29.500

Þrívíð grunnteikning
íbúð í fjölbýli

kr. 24.500

Þrívíð grunnteikning
hver aukahæð íbúðar

kr. 9.500

360°DSLR myndataka
Íbúð í fjölbýli

kr. 24.500

Þrívíð grunnteikning
Eign í sérbýli

kr. 29.500

Þrívíð grunnteikning
hver aukahæð eignar

kr. 12.500

360°DSLR myndataka
eign í sérbýli

kr. 29.500

* Til sérbýlis teljast einbýlishús, parhús, raðhús og sérhæðir stærri en 120 fermetrar.

** Kynningarmyndskeið miðast við að allur texti ásamt grafík afhendist fullbúið frá fasteignasölu.

*** Kynningarmyndskeið fyrir fasteignasölu miðast við allt að 8 starfsmenn og að allur texti, grafík og myndir afhendist fullbúið frá fasteignasölu.

Hvernig virkar þetta?

Þú pantar tíma hér

Þú pantar tíma með að minnsta kosti dags fyrirvara hér á síðunni. Þú velur lausan tíma sem hentar þér og við staðfestum bókunina strax.

Þú talar við eigendur

Til að fá sem bestar myndir er nauðsynlegt að undirbúa eigendur og gefa þeim ráð um hvernig á að búa eignina undir myndatöku.

Við mætum og tökum myndir

Við mætum tímalega, skoðum eignina og förum yfir með eigendum. Við viljum jafnvel færa til hluti rétt á meðan við tökum myndirnar.

Við sendum þér myndirnar

Við skilum til þín jpg myndum og teikningum innan 24 tíma. Ef þú þarft myndir í hærri upplausna getur þú alltaf pantað þær hjá okkur.

Nokkur mikilvæg atriði við undirbúning

Fyrir flesta sem leita að nýju heimili á netinu, eru vandaðar háskerpu myndir og myndskeið ómissandi hluti kynningarefnis.

Hér förum við yfir nokkur atriði um hvernig má undirbúa heimilið fyrir komu ljósmyndara.

Auga myndavélarinnar er öðruvísi en augu manna. Það dregur fram ringulreið og smæstu ágalla á uppröðun húsgagna. Þannig getur jafnvel fallegasta heimili sem flestum finnst þægilegt og hreint í eigin persónu, virkað ofhlaðið óhreint séð með auga myndavélarinnar.

Myndavélar hafa tilhneigingu til að draga fram alla bletti og smágalla hvort sem er á veggjum eða gólfi. Þannig getur smáblettur sem enginn sér á venjulegu heimili orðið brennidepill í auga háskerpumyndavélar. Við viljum að sjálfsögðu draga úr þessum áhrifum eins og hægt er með því að þurrka af öllum láréttum flötum, moppa yfir gólf og pússa vel glugga, spegla og aðra glansandi hluti.

Auga myndavélarinnar vill oft draga saman sjónsviðið og minnka rými. Þetta viljum við lágmarka með því að draga úr vægi húsgagna og draga fram kosti viðkomandi herbergis. Það getur því verið gott að endurraða lítillega áður en ljósmyndari kemur og fjarlægja smáhluti eins og fjarstýringar og hleðslutæki. Mundu að því minna af smáhlutum, því meiri athygli á íbúðina sjálfa.

Að fjarlægja minni húsgögn úr herbergjum, jafnvel þótt það sé bara fyrir myndatökuna, getur stækkað rýmið þegar horft er á það af skjánum og þannig gert áhugasömum kaupendum auðveldara að ímynda sér eigin húsgögn í rýminu sem myndað er.

Skoðaðu fasteignaauglýsingar og taktu svo myndir af þinni íbúð á símann. Þannig færðu hugmynd um hvernig heimilið lítur út á mynd áður en ljósmyndarinn birtist. Skoðaðu myndirnar og gerðu breytingar til að bæta útlit hvers herbergis, svo sem að draga frá gluggatjöld og hleypa inn náttúrulegri birtu.

Kveiktu á öllum ljósum, jafnvel þó það sé hábjartur dagur og notaðu tækifærið og skiptu út ónýtum perum ef þess þarf.  Slökktu á sjónvörpum og tölvuskjám.

Aðkoma að húsinu er mikilvægt sjónarhorn og utandyra gilda sömu áherslur og innandyra. Það er því ágætt að setja upp gestsaugað og ganga í kring um húsið, fjarlægja smáhluti og raða upp stærri hlutum eins og garðhúsgögnum. Gott er að fjarlægja bíla úr heimkeyrslu við sérbýli svo húsið fái alla athyglina.

Bera saman eignir