smelltu til að virkja aðdrátt
searching...
Við fundum engar niðurstöður
opna kortið
Útsýni Leiðbeiningar Gervihnatta Hybrid Terrain Staðsetning mín Fylla skjá Fyrri Næst
Við fundum 0 niðurstöður. Skoða niðurstöður
Leita að eign
við fundum 0 niðurstöður
Leitarniðurstöður þínar

Er Félag fasteignasala bótaskylt?

Sent af Gandri Bergmann á 20. desember, 2017
| 0

Hins vegar er ljóst af gögnum máls þessa að um umfangsmikil brot á samkeppnislögum var að ræða sem áttu sér stað yfir langt tímabil. Af þeim sökum er lögð á sekt sem nemur hærri fjárhæð en 10% af heildarveltu FF, sbr. 2. mgr. 37. gr. samkeppnislaga.

– Úr úrskurði Samkeppniseftirlitsins

Umfang brotanna

Síðastliðna 12 mánuði voru seldar um 7.500 íbúðaeignir á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Þjóðskrá. Samanlagt verðmæti þessara eigna var um 342 milljarðar króna. Þóknun fasteignasala var á þessu tímabili um 8,5 milljarðar sé tekið mið af meðalþóknun þeirra samkvæmt birtum gjaldskrám.

Ólögmætt samráð

Þann 15. desember birti Samkeppniseftirlitið ákvörðun þar sem sekt er lögð á Félag fasteignasala fyrir umfangsmikil brot á samkeppnislögum. Þótti ástæða til að hafa sektina umfram 10% af heildarveltu Félags fasteignasala þar sem brotin voru bæði umfangsmikil og áttu sér stað yfir langt tímabil.

Fólust brot félagsins í ólögmætu samráði og aðgerðum til að halda uppi verði á þjónustu fasteignasala innan félagsins. Á lengstum hluta brotatímabilsins var skylduaðild að Félagi fasteignasala, eða þar til löggjafinn breytti lögum um sölu fasteigna og felldi niður ákvæði um skylduaðild að félaginu.

Hagsmunir neytenda

Brot þessi eru stórfelld og varða gríðarlega hagsmuni fasteignaeignda eins og sjá má á umfangi þóknunartekna fasteignasala.

Almennt eru viðskipti með fasteignir með stærstu einstöku viðskiptum hins almenna neytenda. Sökum stærðar viðskiptanna þá er algengt að neytandinn fái lán frá lánastofnun fyrir stórum hluta kaupverðsins og er því oft minni hluti kaupverðsins eigið fé. Ef við tökum dæmi af eign sem kostar 45 mkr. og er veðsett fyrir 80% af kaupverði þá er eigið fé 9 mkr. Ef miðað er við meðalsölulaun fasteignasala, sem eru 2,5%, þá eru þau kr. 1.125.000,-. eða 12,5% af eign seljanda. Sé miðað við einkasölusamning við dýrustu fasteignasöluna þá nemur hlutfall sölulauna rúmlega 19% af eign seljanda miðað við sömu forsendur og fer í 21,5% ef um er að ræða almenna sölu.

Er Félag fasteignasala eða einstakir félagsmenn bótaskyldir

Fáir setja tölurnar upp með þessum hætti og gera sér því ekki grein fyrir hve stór hluti af eigninni rennur til fasteignasala.

Spurning fasteignaeigenda í kjölfar uppljóstrunar Samkeppniseftirlitsins hlýtur því að snúast um hvort þeir kunni að eiga kröfu á Félag fasteignasala vegna ofgreiddra sölulauna.

Skildu eftir skilaboð

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.

Bera saman eignir